Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 07:34 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, áður en hann ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi. vísir/epa Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent