Zoran Miljkovic hætti í dag sem þjálfari 1. deildarliðs Selfoss eftir slæmt gengi liðsins framan af sumri. Þetta kemur fram á sunnlenska.is en Selfyssingar sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.
Zoran tók við liðinu síðastliðið haust en undir hans stjórn hefur liðið unnið aðeins tvo af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og er í tíunda sæti deildarinnar með níu stig.
Selfoss tapaði um helgina fyrir Þór á Akureyri, 2-1, eftir að hafa komist yfir í leiknum.
Gunnar Rafn Borgþórsson kemur nú inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla en hann hefur stýrt kvennaliði félagsins með góðum árangri. Hann mun stýra karlaliðinu ásamt Jóni Steindóri Sveinssyni og Elíasi Erni Einarssyni.
Selfoss tekur á móti toppliði Þróttar á heimavelli á mánudagskvöld.
Zoran hættur hjá Selfossi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn