Mats Hummels hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Borussia Dortmund, þrátt fyrir áhuga Manchester United og fleiri liða.
„Að sjálfsögðu er það mikill heiður þegar lið eins og Manchester United, sem er eitt það stærsta í heimi, sýnir þér áhuga,“ sagði Hummels.
„En ég hef ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Dortmund í ár. Ég vil vera áfram hérna.“
Hummels, sem er fyrirliði Dortmund, á tvö ár eftir af samningi sínum við liðið sem endaði í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur. Þá tapaði Dortmund fyrir Wolfsburg í bikarúrslitum.
Hummels fer ekki til Man Utd | Verður áfram hjá Dortmund
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
