Davíð Þór: Kom á óvart hversu góðir þeir eru í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2015 11:30 Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/andri marinó „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti