Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2015 13:00 Hlynur ásamt Sigursteini Arndal, aðstoðarþjálfara, og systur sinni. vísir/brynja traustadóttir Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi. Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi.
Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira