Óli Þórðar: Það er stór hátíð í Víkinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:23 Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti