Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn í 3-0 sigri OB á Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta umferð tímabilsins.
Rasmus Festersen skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik en Mathias Greve og Rasmus Falk Jensen bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.
Undir lok fyrri hálfleiksins nældi Ari Freyr sér í gult spjald en hann lék á miðri miðjunni. Hallgrímur, sem tók við fyrirliðabandinu af Ara fyrir tímabilið, lék í hjarta varnarinnar að venju.

