Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 10:01 Varoufakis segir að aðgerðirnar muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. vísir/getty Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn. Grikkland Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn.
Grikkland Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent