Dustin enn efstur eftir rigningardag á St. Andrews - Tiger nánast úr leik 17. júlí 2015 22:18 Jason Day hefur leikið vel hingað til. Getty. Dustin Johnson leiðir enn á Opna breska meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir að hafa leikið 31 holur í mótinu. Mikið vætuveður gerði á St. Andrews í morgun og því þurfti að seinka rástímum um þrjá klukkutíma en Dustin ásamt mörgum öðrum kylfingum eiga því eftir að klára annan hring og munu gera það í fyrramálið. Englendingurinn Danny Willett er í öðru sæti á níu höggum undir pari en hann var einn af þeim sem náðu að klára leik í dag.Jason Day og Paul Lawrie deila þriðja sætinu á átta höggum undir pari og á eftir þeim koma margir sterkir kylfingar á sjö og sex höggum undir, meðal annars Adam Scott og Luke Donald.Tiger Woods náði ekki að klára leik í dag og þarf því að rífa sig upp í fyrramálið til þess að klára hringinn en hann mun örugglega ekki ná niðurskurðinum eftir að hafa spilað fyrstu 29 holurnar á fimm höggum yfir pari. Þá spiluðu goðsagnirnar Nick Faldo og Tom Watson sína síðustu hringi á ferlinum á Opna breska meistaramótinu í dag og fengu þeir mjög mikinn stuðning frá áhorfendum en þeir munu ekki taka þátt í þessu sögufræga móti að ári liðnu. Bein útsending frá þriðja degi hefst á Golfstöðinni klukkan 09:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson leiðir enn á Opna breska meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir að hafa leikið 31 holur í mótinu. Mikið vætuveður gerði á St. Andrews í morgun og því þurfti að seinka rástímum um þrjá klukkutíma en Dustin ásamt mörgum öðrum kylfingum eiga því eftir að klára annan hring og munu gera það í fyrramálið. Englendingurinn Danny Willett er í öðru sæti á níu höggum undir pari en hann var einn af þeim sem náðu að klára leik í dag.Jason Day og Paul Lawrie deila þriðja sætinu á átta höggum undir pari og á eftir þeim koma margir sterkir kylfingar á sjö og sex höggum undir, meðal annars Adam Scott og Luke Donald.Tiger Woods náði ekki að klára leik í dag og þarf því að rífa sig upp í fyrramálið til þess að klára hringinn en hann mun örugglega ekki ná niðurskurðinum eftir að hafa spilað fyrstu 29 holurnar á fimm höggum yfir pari. Þá spiluðu goðsagnirnar Nick Faldo og Tom Watson sína síðustu hringi á ferlinum á Opna breska meistaramótinu í dag og fengu þeir mjög mikinn stuðning frá áhorfendum en þeir munu ekki taka þátt í þessu sögufræga móti að ári liðnu. Bein útsending frá þriðja degi hefst á Golfstöðinni klukkan 09:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira