Það hefur rignt mikið á St. Andrews vellinum í Skotlandi og er nú unnið hörðum höndum að því að ryðja vatn af vellinum. Gríðarstórir pollar hafa safnast saman á vellinum en vonir standa til að rigningin hætti innan tíðar og hægt verði að halda leik áfram.
Dustin Johnson er með forystu á mótinu eftir fyrsta keppnisdag en hann lék á 65 höggum í gær, sjö undir pari vallarins. Jordan Spieth byrjaði daginn af gríðarlegum krafti en missti tvö högg á seinni níu holunum og er á fimm undir pari.
Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending er þegar hafin.



