Heimir: Dómarinn með týpískan sænskan hroka Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 21:41 Heimir og lærisveinar hans eru í vondri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Inter Bakú. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira