Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 13:30 Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, og Hólmar Örn Eyjólfsson, á æfingu Rosenborg í gærkvöldi. vísir/valli Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira