Davíð Þór um leikinn gegn Inter Baku: Á pappírnum ættu þeir að vera sterkari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 14:30 Davíð Þór og félagar þurfa að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum fyrir erfitt ferðalag til Aserbaísjan. vísir/stefán Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24
Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00