Ekkert lát á sigurgöngu Spieth | Fowler lék best í Skotlandi 13. júlí 2015 09:15 Spieth getur ekki hætt að vinna stór golfmót. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira