Körfubolti

Hlynur framlengir um fimm ár við Sundsvall

Hlynur Bæringsson mun leika sitt sjötta tímabil með Sundsvall næsta vetur.
Hlynur Bæringsson mun leika sitt sjötta tímabil með Sundsvall næsta vetur. mynd/valli
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, skrifaði undir fimm ára framlengingu á samningi sínum við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons.

Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár í einhverju hlutverki hjá félaginu. Hlynur hefur leikið með Sundsvall síðustu fimm tímabil og verður því hjá félaginu í áratug ef hann klárar nýundirritaðan samning.

Hlynur, sem er 33 ára, var með 13,8 stig, 9,5 fráköst og 3,3 stoðsteningar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Sundsvall komst í undanúrslit sænsku deildarinnar.

Sundsvall missti hins vegar Íslending frá sér á dögunum þegar Jakob Sigurðarson ákvað að sigla á önnur mið og semja við sænska liðið Borås Basket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×