Virkjanir og iðjuver á heimsminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2015 16:07 Rjukan-virkjunin í Noregi. Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira