Ný stikla fyrir Hungurleikana frumsýnd á Comic Con-ráðstefnunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 10:45 Stjörnur Hungurleikanna: Willow Shields, Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth og NIna Jacobson. vísir/getty Comic Con-ráðstefnan hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur alla helgina. Ráðstefnan er haldin árlega og nýtur mikilla vinsælda. Upphaflega var um að ræða myndasöguráðstefnu en í dag er mesta athyglin á fjölda nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem kynnt eru á ráðstefnunni ár hvert. Leikstjórar og leikarar sitja gjarnan fyrir svörum aðdáenda á ráðstefnunni og á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær mættu stjörnur Hungurleikanna og kynntu seinustu myndina í seríunni, Hungurleikarnir: Hermiskaði – seinni hluti. Jennifer Lawrence sem fer með hlutverk söguhetjunnar Katniss Everdeen í myndunum sat fyrir svörum ásamt leikurunum Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Willow Shields og Nina Jacobson. Þau sögðust öll vera leið yfir því að Hungurleikarnir væru nú að renna sitt skeið en myndirnar, sem byggðar eru á samnefndum bókum Suzanne Collins, hafa notið gríðarlegra vinsælda. Leikararnir spjölluðu ekki aðeins við aðdáendur heldur var einnig frumsýnd ný stikla fyrir myndina. Hún er þó ekki enn komin á netið en í staðinn settu framleiðendurnir stutta klippu á Youtube þar sem sjá má Katniss Everdeen ásamt hernum í 13. umdæmi.Klippuna má sjá hér að neðan og hér má sjá kynningarfundinn sem haldinn var á Comic Con í gær. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45 Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00 Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Comic Con-ráðstefnan hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur alla helgina. Ráðstefnan er haldin árlega og nýtur mikilla vinsælda. Upphaflega var um að ræða myndasöguráðstefnu en í dag er mesta athyglin á fjölda nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem kynnt eru á ráðstefnunni ár hvert. Leikstjórar og leikarar sitja gjarnan fyrir svörum aðdáenda á ráðstefnunni og á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær mættu stjörnur Hungurleikanna og kynntu seinustu myndina í seríunni, Hungurleikarnir: Hermiskaði – seinni hluti. Jennifer Lawrence sem fer með hlutverk söguhetjunnar Katniss Everdeen í myndunum sat fyrir svörum ásamt leikurunum Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Willow Shields og Nina Jacobson. Þau sögðust öll vera leið yfir því að Hungurleikarnir væru nú að renna sitt skeið en myndirnar, sem byggðar eru á samnefndum bókum Suzanne Collins, hafa notið gríðarlegra vinsælda. Leikararnir spjölluðu ekki aðeins við aðdáendur heldur var einnig frumsýnd ný stikla fyrir myndina. Hún er þó ekki enn komin á netið en í staðinn settu framleiðendurnir stutta klippu á Youtube þar sem sjá má Katniss Everdeen ásamt hernum í 13. umdæmi.Klippuna má sjá hér að neðan og hér má sjá kynningarfundinn sem haldinn var á Comic Con í gær.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45 Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00 Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45
Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00
Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30
Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00