Þorsteinn: Deildin er ekki í neinu stórtapi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júlí 2015 16:01 Þorsteinn Magnússon. vísir/stefán Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar að senda öllum íbúum Reykjanesbæjar yfir 18 ára aldri valgreiðslu upp á 3.000 krónur til þess að styðja við rekstur deildarinnar. „Nei, það er langt í frá að við séum gjaldþrota," segir Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, spurður hvort ástæðan fyrir nýrri söfnun knattspyrnudeildar sé sú að deildin sé í vondum málum. „Við erum líka að sækjast eftir meðlimum í knattspyrnudeildina sem og að biðja um pening." Keflavík situr á botni Pepsi-deildar karla, hefur rekið eitt þjálfarateymi og sjö erlendir leikmenn hafa komið inn í leikmannahópinn en tveir farið til baka. „Við erum búnir að fara í kostnaðarsamar aðgerðir í sumar og vantar smá stuðning við þær." Formaðurinn viðurkennir að deildin hafi farið fram úr fjárhagsáætlunum í sumar. „Við höfum ekki farið langt fram úr okkur," segir Þorsteinn sem ritaði grein á heimasíðu Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Oft er þörf en nú er nauðsyn!" Samkvæmt hans orðum er neyðin nú ekki mikil. „Við erum ekkert í neinu stórtapi. Deildin er þokkalega rekin og litlar skuldir á henni. Við erum bara að reyna að standa í skilum við það sem við höfum lofað og afmarka tap í lokin."Sjá einnig: Keflavík vill fá pening frá bæjarbúum Þetta er í annað sinn sem knattspyrnudeildin fer þessa óvenjulega fjáröflunarleið en það gerði hún einnig árið 2008. „Það gekk bara nokkuð vel. Það var fullt af fólki sem borgaði þá og sýndi stuðning við félagið sitt," segir Þorsteinn en ef hann fengi engan stuðning hvað kæmi deildin þá út í miklum mínus í lok sumars? „Ég er ekki farinn að taka það saman en það er ekkert stórt. Við þurfum ekkert mikla aðstoð," segir Þorsteinn en af hverju skrifar hann þá að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn? „Það er alltaf nauðsynlegt að fá smá aðstoð. Ég vildi ekki meina að það væri nauðsyn þannig. Þetta var bara sett upp svona svo það myndi grípa fólk." Þorsteinn segir einnig að félagið sé enn á höttunum eftir leikmönnum og sagði að nú væri í skoðun að taka nýjan markvörð þar sem Richard Arends væri farinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar að senda öllum íbúum Reykjanesbæjar yfir 18 ára aldri valgreiðslu upp á 3.000 krónur til þess að styðja við rekstur deildarinnar. „Nei, það er langt í frá að við séum gjaldþrota," segir Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, spurður hvort ástæðan fyrir nýrri söfnun knattspyrnudeildar sé sú að deildin sé í vondum málum. „Við erum líka að sækjast eftir meðlimum í knattspyrnudeildina sem og að biðja um pening." Keflavík situr á botni Pepsi-deildar karla, hefur rekið eitt þjálfarateymi og sjö erlendir leikmenn hafa komið inn í leikmannahópinn en tveir farið til baka. „Við erum búnir að fara í kostnaðarsamar aðgerðir í sumar og vantar smá stuðning við þær." Formaðurinn viðurkennir að deildin hafi farið fram úr fjárhagsáætlunum í sumar. „Við höfum ekki farið langt fram úr okkur," segir Þorsteinn sem ritaði grein á heimasíðu Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Oft er þörf en nú er nauðsyn!" Samkvæmt hans orðum er neyðin nú ekki mikil. „Við erum ekkert í neinu stórtapi. Deildin er þokkalega rekin og litlar skuldir á henni. Við erum bara að reyna að standa í skilum við það sem við höfum lofað og afmarka tap í lokin."Sjá einnig: Keflavík vill fá pening frá bæjarbúum Þetta er í annað sinn sem knattspyrnudeildin fer þessa óvenjulega fjáröflunarleið en það gerði hún einnig árið 2008. „Það gekk bara nokkuð vel. Það var fullt af fólki sem borgaði þá og sýndi stuðning við félagið sitt," segir Þorsteinn en ef hann fengi engan stuðning hvað kæmi deildin þá út í miklum mínus í lok sumars? „Ég er ekki farinn að taka það saman en það er ekkert stórt. Við þurfum ekkert mikla aðstoð," segir Þorsteinn en af hverju skrifar hann þá að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn? „Það er alltaf nauðsynlegt að fá smá aðstoð. Ég vildi ekki meina að það væri nauðsyn þannig. Þetta var bara sett upp svona svo það myndi grípa fólk." Þorsteinn segir einnig að félagið sé enn á höttunum eftir leikmönnum og sagði að nú væri í skoðun að taka nýjan markvörð þar sem Richard Arends væri farinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira