Körfubolti

NBA-stjarna ekki með Tyrkjum á EuroBasket vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Asik var með 7,3 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik með New Orleans Pelicans í vetur.
Asik var með 7,3 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik með New Orleans Pelicans í vetur. vísir/getty
Miðherjinn Ömer Asik verður ekki með tyrkneska landsliðinu á EuroBasket í september.

Asik, sem leikur með New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, er meiddur í mjóbaki og verður ekki klár í slaginn þegar EuroBasket hefst 5. september.

Tyrkir eru með Íslandi í riðli en liðin mætast þann 10. september í síðustu umferð riðilsins. Serbía, Þýskaland, Spánn og Ítalía eru einnig í riðlinum sem verður leikinn í Berlín.

Asik lék með Tyrkjum á HM á Spáni í fyrra, þar sem hann var með 9,9 stig, 8,4 fráköst og 1,6 varin skot að meðaltali í leik. Tyrkland tapaði fyrir Litháen í 8-liða úrslitum mótsins.

Tyrkir fara til Ítalíu í dag þar sem þeir munu undirbúa sig fyrir EuroBasket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×