Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 18:34 Signý fagnar að mótinu loknu. Vísir/GSÍ „Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki. Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki.
Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti