Sunna Víðisdóttir úr GR er efst í kvennaflokki þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er hálfnuð. Hún er með fjögurra högga forystu.
Sunna spilaði á 72 höggum í dag sem er par vallarins. Hún er í heildina á einu höggi undir pari eftir að spila á 71 höggi í gær.
Signý Arnórsdóttir úr GK og heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í 2.-3. sæti á þremur höggum yfir pari.
Signú spilaði á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að spila á einum undir í gær, en Valdís Þór var á tveimur yfir í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, forgjafalægsti kylfingur mótsins, er svo í fjórða sæti á fjórum höggum yfir pari.
Guðrún spilaði líkt og Sunna á pari í dag og lyfti sér upp skortöfluna eftir að vera fjórum höggum yfir pari í gær.
Vísir verður með beina textalýsingu frá þriðja og fjórða degi Íslandsmótsins um helgina þar sem úrslitin ráðast.
