Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 19:53 Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. mynd/gsí Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og er með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að leika hér á landi og sérstaklega eru flatirnar harðar. Ég þarf bara að eiga við þetta eins og allir aðrir. Völlurinn er í góðu standi og ekkert út á það að setja – vonandi verða flatirnar aðeins mýkri. Ég er búinn að vera nálægt þessu undanfarin ár og það er alltaf stefnan að ná efsta sætinu og ég þarf bara að halda áfram á sömu braut næstu daga,“ sagði Þórður Rafn en hann hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf mótaröðinni á þessu ári og hefur náð góðum árangri. „Þetta var mjög fínt, ég er sáttur. Ég hélt mér á svæðunum sem ég vildi vera á. Það var einn skolli sem ég var ekki sáttur með. Völlurinn er frábær og veðrið var geggjað. Flatirnar eru harðar en það er fínn hraði á þeim. Ég er mjög sáttur að vera undir pari og það var planið að vera undir pari til að vera í baráttunni,“ sagði Axel Bóasson úr Keili en hann lék á 69 höggum eða -3 og er hann í öðru sæti á eftir Þórði Rafni Gissurarsyni. „Þetta var slæmur góður dagur – völlurinn var frábær en ég gerði engin stór mistök. Þetta hefði mátt vera betra en fór eftir plani. Ég hitti flatirnar og tvípúttaði of oft,“ sagði Andri Þór Björnsson úr GR en hann lék á +1 í dag eða 73 höggum. Andri er í efsta sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar og hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 1. hring: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 67 högg (-5) 2. Axel Bóasson, GK 69 högg (-3) 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 högg (-2) 4.–6. Andri Már Óskarsson, GHR 71 (-1) 4.–6. Haraldur Franklín Magnús, GR 71 högg (-1) 4.–6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 71 högg (-1) 7.-8. Ágúst Ársælsson, GVS 72 högg par 7.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 72 högg par 9.- 11. Henning Darri Þórðarson, GK 73 högg (+1) 9.- 11.Stefán Már Stefánsson, GR 73 högg (+1) 9.- 11. Andri Þór Björnsson, GR 73 högg (+1) Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og er með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að leika hér á landi og sérstaklega eru flatirnar harðar. Ég þarf bara að eiga við þetta eins og allir aðrir. Völlurinn er í góðu standi og ekkert út á það að setja – vonandi verða flatirnar aðeins mýkri. Ég er búinn að vera nálægt þessu undanfarin ár og það er alltaf stefnan að ná efsta sætinu og ég þarf bara að halda áfram á sömu braut næstu daga,“ sagði Þórður Rafn en hann hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf mótaröðinni á þessu ári og hefur náð góðum árangri. „Þetta var mjög fínt, ég er sáttur. Ég hélt mér á svæðunum sem ég vildi vera á. Það var einn skolli sem ég var ekki sáttur með. Völlurinn er frábær og veðrið var geggjað. Flatirnar eru harðar en það er fínn hraði á þeim. Ég er mjög sáttur að vera undir pari og það var planið að vera undir pari til að vera í baráttunni,“ sagði Axel Bóasson úr Keili en hann lék á 69 höggum eða -3 og er hann í öðru sæti á eftir Þórði Rafni Gissurarsyni. „Þetta var slæmur góður dagur – völlurinn var frábær en ég gerði engin stór mistök. Þetta hefði mátt vera betra en fór eftir plani. Ég hitti flatirnar og tvípúttaði of oft,“ sagði Andri Þór Björnsson úr GR en hann lék á +1 í dag eða 73 höggum. Andri er í efsta sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar og hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 1. hring: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 67 högg (-5) 2. Axel Bóasson, GK 69 högg (-3) 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 högg (-2) 4.–6. Andri Már Óskarsson, GHR 71 (-1) 4.–6. Haraldur Franklín Magnús, GR 71 högg (-1) 4.–6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 71 högg (-1) 7.-8. Ágúst Ársælsson, GVS 72 högg par 7.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 72 högg par 9.- 11. Henning Darri Þórðarson, GK 73 högg (+1) 9.- 11.Stefán Már Stefánsson, GR 73 högg (+1) 9.- 11. Andri Þór Björnsson, GR 73 högg (+1)
Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00
Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30
Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00