Kristján Flóki í aðalhlutverki er FH féll úr leik í Aserbaísjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 14:31 Kristján Flóki skoraði og var svo rekinn út af. Vísir/Valli FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira