Kristján Flóki í aðalhlutverki er FH féll úr leik í Aserbaísjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 14:31 Kristján Flóki skoraði og var svo rekinn út af. Vísir/Valli FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira