Ole Gunnar Solskjær staddur á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 20:42 Ole Gunnar Solskjær kvaddi Manchester United sem Englandsmeistari í byrjun tímabilsins 2007. vísir/getty Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira
Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira