Bíllaus dagur í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:25 Bíllaus dagur verður víða í borgum Evrópu þann 19. september. Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent