Norskir miðlar greina frá því í dag að Rosenborg, topplið norsku úrvalsdeildarinnar, vilji kaupa Matthías Vilhjálmsson frá Start.
Rosenborg hefur lagt inn tilboð í framherjann, en þetta kemur fram á fvn.no og adressa.no. Matthías er búinn að skora sjö mörk á tímabilinu.
Aftenposten segir Start vilja meira en þær 3,5 milljónir norskra króna sem rússneska liðið UFA bauð í Matthías á dögunum. Það tilboð var samþykkt en Matthías ákvað að fara ekki til Rússlands.
Matthías fór frá FH til Start árið 2012 þegar liðið spilaði í norsku B-deildinni. Hann skoraði þá 18 mörk í 30 leikjum er liðið fór upp um deild.
Ísfirðingurinn er búinn að skora 23 mörk í 65 leikjum fyrir Start í norsku úrvalsdeildinni og hefur greinilega gert nóg til að heilla stærsta og besta lið landsins.
Rosenborg reynir að kaupa Matthías Vilhjálmsson
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn