Præst setur pressu á Silfurskeiðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:30 Michael Præst var haldið eftir í myndatöku hjá skoskum ljósmyndurum. vísir/tom Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32