Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 19:32 Rúnar Páll var eldhress á blaðamannafundi í Garðabænum í kvöld. vísir/epa Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira