Hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2015 09:00 Óskar Örn er kominn með 10 mörk í öllum keppnum í sumar. vísir/andri marinó „Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
„Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21