Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Smárason léku báðir allan leikinn fyrir Helsingborg sem tapaði 1-2 fyrir Kalmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Helsingborg komst yfir með marki Emmanuels Boateng á 48. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Tobias Eriksson metin.
Það var svo Filip Sachpekidis sem skoraði sigurmark Kalmar á 82. mínútu.
Þetta var þriðja tap Helsingborg í síðustu fimm leikjum en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig. Kalmar er hins vegar í því níunda með 22 stig.
