Átta strokka Lada Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:50 Hver segir að Lada sé ekki heppilegur bíll til brautaraksturs, sér í lagi þegar búið er að vopna hann með átta strokka Amerískri kraftavél. Það má segja að þarna sé komið hið fullkomna hjónaband austurs og vesturs og svona búinn er bíllinn afar hentugur til hressilegs aksturs á braut. Þessu tók einhver frumlegur Ungverji uppá og skemmtir sér vel við aksturinn á þessari ungversku kappakstursbraut. Útlitslega eru ltlar breytingar á bílnum, en þó sést að á húddi bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar og bíllinn er sínu lægri á vegi en hefðbundin Lada. Það hlýtur að vera freistandi fyrir eiganda þessa bíls að etja kappi við öfluga vestræna bíla á vegunum og skilja þá eftir í sótinu. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent
Hver segir að Lada sé ekki heppilegur bíll til brautaraksturs, sér í lagi þegar búið er að vopna hann með átta strokka Amerískri kraftavél. Það má segja að þarna sé komið hið fullkomna hjónaband austurs og vesturs og svona búinn er bíllinn afar hentugur til hressilegs aksturs á braut. Þessu tók einhver frumlegur Ungverji uppá og skemmtir sér vel við aksturinn á þessari ungversku kappakstursbraut. Útlitslega eru ltlar breytingar á bílnum, en þó sést að á húddi bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar og bíllinn er sínu lægri á vegi en hefðbundin Lada. Það hlýtur að vera freistandi fyrir eiganda þessa bíls að etja kappi við öfluga vestræna bíla á vegunum og skilja þá eftir í sótinu.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent