Fótbolti

Spilaði Evrópuleik í skugga lyfjabanns

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fred í baráttunni um boltann í leiknum umrædda í vikunni.
Fred í baráttunni um boltann í leiknum umrædda í vikunni. vísir/getty
Tyrkneska knattspyrnufélagið Fenerbache hefur kvartað til UEFA vegna þátttöku brasilíska miðjumannsins Fred í leik liðsins gegn Shakhtar Donetsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Fred á yfir höfði sér langt keppnisbann vegna lyfjamisnotkunnar, en ólöglegt lyft fannst í sýni sem hann gaf í Suður-Ameríkukeppninni í Síle.

Beðið er eftir niðurstöðum úr B-sýni Brassans, en aga- og úrskurðarnefnd UEFA tekur ákvörðun í málinu 3. ágúst. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þrátt fyrir að vera með lyfjabann hangandi yfir sér var honum spilaði í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli. Mircea Lucescu, þjálfari Shakhtar, viðurkennir að honum hafi verið ráðlagt að spila Fred ekki.

„Fyrir leikinn var okkur ráðlagt af UEFA að nota ekki Fred, en við fengum enga formlega beiðni. Þetta var bara munnlegt,“ segir Lucescu.

„Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu B-sýnisins. Ég talaði við liðið og leikmanninn sérstaklega. Við unum endanlegri ákvörðum sambandsins,“ segir þjálfarinn.

Fred var kallaður inn í brasilíska liðið fyrir hinn meidda Luis Gustavo. Hann spilaði fyrstu tvo leiki liðsins í riðlakeppninni en var svo settur á bekkinn fyrir þann síðasta gegn Paragvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×