Real Madrid er í æfingarferðalagi um heiminn, en þeir undirbúa sig nú af kappi fyrir byrjun spænsku úrvalsdeildarinnar. Spænska deildin hefst eftir tvær vikur, en í fyrsta leik fer Real og heimsækir Sporting Gijon.
Elías spilaði allan leikinn, eins og fyrr segir, í dag, en tókst ekki að skora gegn ógnasterku liði Real Madrid. Nokkrar stórstjörnur voru í liði Real sem Keflvíkingurinn fékk að kljást við.
Hér að neðan má sjá mynd sem Elías birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar er hann í baráttunni við Gareth Bale og James Rodriguez, tvo af dýrustu leikmönnum heims.