Nordsjælland náði í jafntefli gegn FCK á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur á Parken urðu 1-1.
Daniel Amartey var rekinn af velli í liði FCK á 28. mínútu með beint rautt spjald, en staðan var markalaus í hálfleik.
Mathias Jørgensen, Zanka, kom FCK yfir á 59. mínútu, en Bruninho, brasilíski miðjumaður Nordsjælland, jafnaði metin níu mínútum síðar. Lokatölur 1-1.
FCK er í fjórða sætinu með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Nordsjælland er í níunda sætinu með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Adam Örn Arnarsson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Nordsjælland, en Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum. Ólafur Kristjánsson þjálfar Nordsjælland.
