Fótbolti

Arnór Ingvi og Kári skoruðu báðir í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi í leik með Norrköping.
Arnór Ingvi í leik með Norrköping. vísir/norrköping
Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason voru báðir á skotskónum fyrir lið sín í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Norrköping er á toppnum ásamt Gautaborg.

Kári Árnason skoraði fyrra mark Malmö í 2-0 sigri á toppliði Gautaborgar. Síðari markið gerði Markus Rosenberg úr vítaspyrnu rétt fyrir hlé, en Emil Salomonsson klóraði í bakkann fyrir Gautaborg undir lokin úr vítaspyrnu.

Malmö er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig, en Kári lék allan leikinn fyrir liðið. Hjálmar Jónsson kom inná sem varamaður hjá Gautaborg á 22. mínútu, en Gautaborg er á toppnum með 38 stig.

Arnór Ingvi Traustason kom Norrköping yfir gegn Örebro í sömu deild í dag. Christoffer Nyman tvöfaldaði forystuna fyrir Norrköping fyrir hlé.

Marin Broberg minnkaði muninn eftir klukkutíma leik, en Emir Kujovic gerði út um leikinn mínútu síðar. Arnór spilaði allan leikinn, en Norrköping er í öðru sæti á lakari markahlutfalli en Gautaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×