Fótbolti

Hólmfríður og María á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður í leik með Avaldsnes.
Hólmfríður í leik með Avaldsnes. vísir/Grethe Nygaard
Avaldsnes er áfram í öðru sæti norsku úrvalsdeildar kvenna í knattpsyrnu eftir 5-0 stórsigur á Arna Bjørnar í dag.

Elise Thorsnes kom Avaldsnes yfir og Elise var aftur á ferðinni skömmu síðar. Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum fyrir Avaldsnes, en hún gerði þriðja markið með þrumuskoti.

Cecile Pedersen og Karina Sævik bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en lokatölur 5-0. Avaldsnes í öðru sætinu, sex stigum á eftir Lilleström.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð allan tímann í marki Lilleström sem gerði markalaust jafntefli við Stabæk á útivelli. Lilleström er á toppnum með 31 stig.

María Þórisdóttir skoraði þriðja mark Klepp í 3-1 sigri liðsins á Vålerenga í fyrsta leik dagsins í dag. Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp sem er í þriðja sætinu, en Katrín Ásbjörnsdóttir spilar einnig með Klepp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×