Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Sveinn Rúnar er ekkert að skafa af því. vísir „Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“ Hinsegin Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“
Hinsegin Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira