Breiðdalsá tekur vel við sér Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2015 14:30 Það hafa veiðst vænir laxar í Breiðdalsá í sumar Mynd: Nils Folmer Breiðdalsá hefur átt sína bestu daga síðsumars þó svo að sum árin fari veiðin oft vel af stað strax í byrjun júlí. Áinn hefur loksins komist af stað eftir kalda byrjun í sumar í miklu vatni og kulda. Við þau skilyrði bíður laxinn oft átekta eftir því að vatnið hlýni áður en hann gengur upp ánna en sjóbleikjan hefur aftur á móti ekki látið það aftra sér og mikið af henni hefur sést við ós Breiðdalsár. Þegar áinn loksins fór að sjatna í vatni fór laxinn að taka og hafa göngur verið að aukast jafnt og þétt. Í síðustu viku voru komnir 92 laxar á land og er það mun betri veiði en í fyrra eða tæplega tvöföldun. Mikið af vænum laxi er í aflanum en algengt er að sjá 80-90 sm laxa í veiðibókinni. Það lítur vel út með framhaldið í ánni en besti tíminn hefur oftar en ekki verið seinni hluti ágúst mánaðar og síðan er september einnig mjög góður mánuður verði ekki um miklar haustrigningar. Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Breiðdalsá hefur átt sína bestu daga síðsumars þó svo að sum árin fari veiðin oft vel af stað strax í byrjun júlí. Áinn hefur loksins komist af stað eftir kalda byrjun í sumar í miklu vatni og kulda. Við þau skilyrði bíður laxinn oft átekta eftir því að vatnið hlýni áður en hann gengur upp ánna en sjóbleikjan hefur aftur á móti ekki látið það aftra sér og mikið af henni hefur sést við ós Breiðdalsár. Þegar áinn loksins fór að sjatna í vatni fór laxinn að taka og hafa göngur verið að aukast jafnt og þétt. Í síðustu viku voru komnir 92 laxar á land og er það mun betri veiði en í fyrra eða tæplega tvöföldun. Mikið af vænum laxi er í aflanum en algengt er að sjá 80-90 sm laxa í veiðibókinni. Það lítur vel út með framhaldið í ánni en besti tíminn hefur oftar en ekki verið seinni hluti ágúst mánaðar og síðan er september einnig mjög góður mánuður verði ekki um miklar haustrigningar.
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði