Fótbolti

Stíflan brast hjá Nordsjælland og Rúnar skoraði

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland. mynd/nordsjælland
Lið Ólafs Kristjánssonar, Nordsjælland, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Danmörku í dag.

Þá vann liðið heimasigur, 2-1, á AaB. Nordsjælland hafði tapað fyrstu tveim leikjum sínum á tímabilinu. Adam Örn Arnarson og Guðmundur Þórarinsson voru í liði Nordsjælland í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum í sænska boltanum en hann skoraði fyrra mark GIF Sundsvall í 2-0 sigri á Hammarby.

Rúnar og Jón Guðni Fjóluson báðir í liði Sundsvall í dag. Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í liði Hammarby.

Sundsvall hoppaði upp um tvö sæti með sigrinum og er í 12. sæti en Hammarby er í sætinu þar fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×