Sérhagsmunagæsla fyrir nokkrar fjölskyldur Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Löggjafinn ætti að afnema sem fyrst tollvernd kjúklinga og svínakjöts því engin rök réttlæta slíka tolla sem nokkrar fjölskyldur í landinu njóta að mestu góðs af. Í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem kynntar voru í maí 2013 kemur fram það mat verkefnisstjórnar að rétt sé að afnema tolla á alifugla- og svínakjöt. Þá koma þar fram þau sjónarmið að samfélagsleg rök fyrir verndun landbúnaðar eigi síður við um alifugla- og svínarækt heldur en aðrar búgreinar. Þar eru greinarnar sagðar verksmiðjubúskapur sem að stórum hluta sé rekinn í eða við þéttbýli. Í síðustu viku fjallaði ég um tollvernd í landbúnaði á þessum vettvangi og benti á að ríkisstjórnarflokkarnir hygðust áfram standa vörð um sérhagsmuni á kostnað neytenda með því að fella ekki niður tolla á innflutning á kjöti þótt engin vísindi eða rök styddu hin svokölluðu „ruðningsáhrif“ sem forsvarsmenn Bændasamtakanna hafa svo miklar áhyggjur af. Síðasta ríkisstjórn Samfylkingar og VG stóð líka vörð um þessa sérhagsmuni með því að ráðast ekki í neinar breytingar á kerfinu almenningi til hagsbóta. Framleiðslustyrkir (beingreiðslur) í landbúnaði eru sérstök umræða. Það er næstum því vonlaust fyrir Íslendinga að afnema þá, eina þjóða, meðan ágreiningur hefur verið um styrkina á vettvangi OECD undanfarin 15 ár án stórvægilegra breytinga. Talið er að án stuðnings í einhverri mynd muni landbúnaður víða leggjast af hér á landi. Það er hins vegar tækifæri til að afnema tollverndina og hefur raunar verið lengi enda er ekkert sem réttlætir hana. Á henni tapa bæði neytendur og, til lengri tíma, framleiðendurnir sjálfir. Auk þess munu sauðfjárbændur ekki finna fyrir afnámi hennar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, skrifaði mikilvæga grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag þar sem hann útskýrði hverjir það væru sem högnuðust á ofurtollum á kjöti. Svokölluð virk tollvernd er mest þegar hvíta kjötið er annars vegar, þ.e. kjúklinga- og svínakjöt. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna á síðasta ári. Það er ljóst að tollvernd kjúklinga- og svínakjöts hefur ekkert með dreifðar byggðir og ræktun landsins að gera. Þótt kjúklinga- og svínarækt eigi sér stað á nokkrum stöðum á landinu fer stærstur hluti framleiðslunnar fram í verksmiðjum nálægt þéttbýli, aðallega við höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækin sem stjórna markaðnum með þetta kjöt, í skjóli tollverndar á kostnað almennings, eru langflest í eigu nokkurra fjölskyldna enda er samþjöppun eignarhalds í þessum greinum miklu meiri en í öðrum búgreinum. Það er því erfitt að sjá í fljótu bragði hvað réttlætir tollverndina. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að viðskiptahömlur af þessu tagi á kostnað neytenda, skattgreiðenda, séu í raun eiginlegar gjafir til þeirra sérhagsmunahópa sem njóti góðs af þeim. Það má því segja að tollvernd kjúklinga- og svínakjöts sé 3,6 milljarða króna gjöf íslenskra neytenda til nokkurra fjölskyldna á ári hverju. Hvernig getur nokkur stjórnmálamaður horft í augu kjósenda sinna og staðið vörð um slíkt kerfi?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Löggjafinn ætti að afnema sem fyrst tollvernd kjúklinga og svínakjöts því engin rök réttlæta slíka tolla sem nokkrar fjölskyldur í landinu njóta að mestu góðs af. Í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem kynntar voru í maí 2013 kemur fram það mat verkefnisstjórnar að rétt sé að afnema tolla á alifugla- og svínakjöt. Þá koma þar fram þau sjónarmið að samfélagsleg rök fyrir verndun landbúnaðar eigi síður við um alifugla- og svínarækt heldur en aðrar búgreinar. Þar eru greinarnar sagðar verksmiðjubúskapur sem að stórum hluta sé rekinn í eða við þéttbýli. Í síðustu viku fjallaði ég um tollvernd í landbúnaði á þessum vettvangi og benti á að ríkisstjórnarflokkarnir hygðust áfram standa vörð um sérhagsmuni á kostnað neytenda með því að fella ekki niður tolla á innflutning á kjöti þótt engin vísindi eða rök styddu hin svokölluðu „ruðningsáhrif“ sem forsvarsmenn Bændasamtakanna hafa svo miklar áhyggjur af. Síðasta ríkisstjórn Samfylkingar og VG stóð líka vörð um þessa sérhagsmuni með því að ráðast ekki í neinar breytingar á kerfinu almenningi til hagsbóta. Framleiðslustyrkir (beingreiðslur) í landbúnaði eru sérstök umræða. Það er næstum því vonlaust fyrir Íslendinga að afnema þá, eina þjóða, meðan ágreiningur hefur verið um styrkina á vettvangi OECD undanfarin 15 ár án stórvægilegra breytinga. Talið er að án stuðnings í einhverri mynd muni landbúnaður víða leggjast af hér á landi. Það er hins vegar tækifæri til að afnema tollverndina og hefur raunar verið lengi enda er ekkert sem réttlætir hana. Á henni tapa bæði neytendur og, til lengri tíma, framleiðendurnir sjálfir. Auk þess munu sauðfjárbændur ekki finna fyrir afnámi hennar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, skrifaði mikilvæga grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag þar sem hann útskýrði hverjir það væru sem högnuðust á ofurtollum á kjöti. Svokölluð virk tollvernd er mest þegar hvíta kjötið er annars vegar, þ.e. kjúklinga- og svínakjöt. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna á síðasta ári. Það er ljóst að tollvernd kjúklinga- og svínakjöts hefur ekkert með dreifðar byggðir og ræktun landsins að gera. Þótt kjúklinga- og svínarækt eigi sér stað á nokkrum stöðum á landinu fer stærstur hluti framleiðslunnar fram í verksmiðjum nálægt þéttbýli, aðallega við höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækin sem stjórna markaðnum með þetta kjöt, í skjóli tollverndar á kostnað almennings, eru langflest í eigu nokkurra fjölskyldna enda er samþjöppun eignarhalds í þessum greinum miklu meiri en í öðrum búgreinum. Það er því erfitt að sjá í fljótu bragði hvað réttlætir tollverndina. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að viðskiptahömlur af þessu tagi á kostnað neytenda, skattgreiðenda, séu í raun eiginlegar gjafir til þeirra sérhagsmunahópa sem njóti góðs af þeim. Það má því segja að tollvernd kjúklinga- og svínakjöts sé 3,6 milljarða króna gjöf íslenskra neytenda til nokkurra fjölskyldna á ári hverju. Hvernig getur nokkur stjórnmálamaður horft í augu kjósenda sinna og staðið vörð um slíkt kerfi?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun