Fótbolti

Ögmundur hélt hreinu | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Már og Ögmundur voru kátir eftir leik.
Birkir Már og Ögmundur voru kátir eftir leik. mynd/guðmundur svansson
Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson léku allan leikinn fyrir Hammarby sem vann 1-0 sigur á Falkenbergs á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fredrik Torsteinsbö skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Ögmundur heldur hreinu í en það gerði hann einnig í markalausu jafntefli við Elfsborg í síðustu umferð.

Þetta var fyrsti sigur Hammarby síðan 13. júlí en liðið er í 12. sæti deildarinnar.

Guðmundur Svansson, ljósmyndari, var á vellinum í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Arnór Smárason skoraði seinna mark Helsingsborg í 2-0 sigri á Halmstads.

Þetta var annað mark Skagamannsins fyrir Helsingborg í fjórum deildarleikjum í sumar en hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu. Sjö mínútum seinna kom Jere Uronen Helsingborg í 1-0 og á 78. mínútu bætti Arnór við marki.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem er í 7. sæti deildarinnar.

Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Åtvidabergs á útivelli.

Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 39 stig, tveimur stigum á eftir toppliði IFK Göteborg.

mynd/guðmundur svansson
mynd/guðmundur svansson
mynd/guðmundur svansson
mynd/guðmundur svansson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×