Bjóða upp á bíó í sérvöldum helli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. ágúst 2015 09:14 Hægt verður að horfa á þrjár stuttmyndir í hellinum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag. Óskarinn RIFF Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag.
Óskarinn RIFF Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira