Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 23:01 Jason Day var vel að sigrinum kominn. Getty Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé. Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé.
Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira