Fótbolti

Lilleström glutraði niður tveggja marka forystu í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar hefur verið hundóánægður eftir leikinn.
Rúnar hefur verið hundóánægður eftir leikinn. vísir/daníel
Lilleström glutraði niður tveggja marka forystu gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lilleström leiddi 2-0 í hálfleik, en lokatölur 3-2, Stabæk í vil.

Fred Friday kom Lilleström yfir á fimmtándu mínútu leiksins og Jörgen Kolstad tvöfaldaði forystu Lilleström stundarfjórðungi síðar.

Staðan var 2-0 í hálfleik, en Adama Diomande minnkaði muninn fyrir Stabæk þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Nicolai Næss jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok.

Heimamenn í Stabæk voru ekki hættir. Adama Diomande skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og lokatölur 3-2 sigur heimamanna.

Eftir sigurinn er Lilleström í tíunda sæti deildarinnar, en Stabæk er í öðru sætinu sjö stigum á eftir toppliði Rosenborgar.

Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn fyrir Lilleström, en Árni Vilhjálmsson var ónotaður varamaður. Rúnar Kristinsson þjálfar Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×