Fótbolti

Hjálmar spilaði allan leikinn í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjálmar í leik með Gautaborg.
Hjálmar í leik með Gautaborg. vísir/afp
IFK Gautaborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 heimasigur á Håcken í dag, en Gautaborg er með tveggja stiga forystu.

Håcken missti mann af velli á 29. mínútu, en Jasmin Sudic fékk reisupassann. Søren Rieks kom heimamönnum yfir á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Søren Rieks tvöfaldaði forystu Gautaborg á 62. mínútu og fjórum mínútum síðar fullkomnaði Søren þrennu sína. Haitam Aleesami bætti við fjórða markinu fimm mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-0.

Gautaborg er á toppnum með 41 stig, en AIK er í öðru sætinu með 39 stig. AIK vann 2-1 sigur á Kalmarr í dag, en Elfsborg og Norrköping eru í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með 38 stig. Malmö er í því fimmta með 37.

Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn í vörn Gautaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×