Tveir Ástralir efstir á PGA-meistaramótinu þegar leik var frestað á öðrum hring Kári Örn Hinriksson skrifar 15. ágúst 2015 01:00 Það kemur engum á óvart að Jordan Spieth sé í toppbaráttunni. Getty Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira