McIlroy og Spieth í sama ráshóp á PGA-meistaramótinu Kári Örn Hinriksson skrifar 12. ágúst 2015 18:30 Bradley og Kaymer þekkjast vel. Getty Búið er að raða í ráshópa fyrir síðasta risamót ársins, PGA-meistaramótið, en þar hefur Norður-Írinn Rory McIlroy titil að verja. McIlroy mun tía upp á morgun ásamt Jordan Spieth en þeir félagar eru tveir bestu kylfingar heims. Zach Johnson, sem nýlega sigraði á Opna breska meistaramótinu spilar einnig með þeim en þeir fara út 18:20 að íslenskum tíma. Tiger Woods er með að þessu sinni eftir góða frammistöðu á Quicken Loans National mótinu fyrir tveimur vikum. Hann spilar með Keegan Bradley og Þjóðverjanum Martin Kaymer en þeir tveir eru ekki bestu vinir eftir að sá síðarnefndi ásakaði Bradley um að spila allt of hægt á US Open í fyrra. Á undan þeim fara Jason Day, Dustin Johnson og Rickie Fowler saman út en margir spá Dustin Johnson sigri um helgina eftir að hafa rétt misst af sigrinum á sama velli árið 2010. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu á Whistling Straits hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun. Golf Tengdar fréttir McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Norður írski kylfingurinn staðfesti að hann myndi verja titlinn sinn á Whistling Straits en hann hefur ekkert leikið undanfarnar fimm vikru eftir að hafa slitið liðbönd í byrjun júlí. 10. ágúst 2015 15:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Búið er að raða í ráshópa fyrir síðasta risamót ársins, PGA-meistaramótið, en þar hefur Norður-Írinn Rory McIlroy titil að verja. McIlroy mun tía upp á morgun ásamt Jordan Spieth en þeir félagar eru tveir bestu kylfingar heims. Zach Johnson, sem nýlega sigraði á Opna breska meistaramótinu spilar einnig með þeim en þeir fara út 18:20 að íslenskum tíma. Tiger Woods er með að þessu sinni eftir góða frammistöðu á Quicken Loans National mótinu fyrir tveimur vikum. Hann spilar með Keegan Bradley og Þjóðverjanum Martin Kaymer en þeir tveir eru ekki bestu vinir eftir að sá síðarnefndi ásakaði Bradley um að spila allt of hægt á US Open í fyrra. Á undan þeim fara Jason Day, Dustin Johnson og Rickie Fowler saman út en margir spá Dustin Johnson sigri um helgina eftir að hafa rétt misst af sigrinum á sama velli árið 2010. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu á Whistling Straits hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun.
Golf Tengdar fréttir McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Norður írski kylfingurinn staðfesti að hann myndi verja titlinn sinn á Whistling Straits en hann hefur ekkert leikið undanfarnar fimm vikru eftir að hafa slitið liðbönd í byrjun júlí. 10. ágúst 2015 15:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Norður írski kylfingurinn staðfesti að hann myndi verja titlinn sinn á Whistling Straits en hann hefur ekkert leikið undanfarnar fimm vikru eftir að hafa slitið liðbönd í byrjun júlí. 10. ágúst 2015 15:30