Nýr þingmaður Pírata vill setja leigusölum á Airbnb þrengri skorður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2015 10:17 Dæmi um íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur sem hægt er að leigja fyrir 25 þúsund krónur á nótt. Mynd af vefsíðu AirBnb Ásta Guðrún Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif aukin íbúðaleiga til ferðamanna hafi á samfélagið okkar. Hún telur að setja þurfi þrengri skorður. Markaðurinn sé mannanna verk og meðvitaðar ákvarðanir þurfi að taka um hvernig Íslendingar vilji að hann virki svo hann endi ekki með hruni. Ásta Guðrún segir í pistli á vefsíðu Kvennablaðsins að íhuga ætti hvort setja ætti sérstakar reglur um heimagistingu með hugmyndafræði deilihagkerfisins að leiðarljósi. Gera þurfi greinarmun á því að deila hlutum sín á milli og að leigja á kapetalískum forsendum. Með orðinu deilihagkerfi er átt við að nýta betur það sem þegar er til staðar. „Svona eins og að bjóða einum gesti í viðbót í jólamatinn þegar nóg er til eða að leigja vini bílinn sinn á meðan maður er í útlöndum.“Alls eru um 1100 íbúðir og herbergi til leigu í Reykjavík á AirBnb.vísir/vilhelmAirBnb og Uber Um 1100 íbúðir og herbergi bjóðast ferðamönnum til leigu í Reykjavík í gegnum vefsíðuna Airbnb. Stór hluti íbúðanna er leigður út án tilskilinna leyfa. Ásta Guðrún bendir á að hugmyndin um Airbnb sé sú að „venjulegt fólk geti haft smá aukapening upp úr því að leigja út frá sér þegar aðstæður leyfa.“ Deilihagkerfið hefur verið notað um Airbnb sem og leigubílaþjónustuna Uber. „Ef maður hinsvegar er alltaf að bjóða fólki í mat og rukkar fyrir eða leigir út bílinn fimm daga vikunnar, er það þá ennþá deilihagkerfi? Eða er það þá bara venjulegur kapítalismi?“ Hún minnir á þá galla sem fylgi Airbnb. Miklu munar hvort um sé að ræða einn gest á þriggja mánaða tímabili eða þrjá gesti á viku. „Gestagangur getur valdið ónæði. Ferðatöskur á hjólum, möguleg partí eða rifrildi og maður veit ekki hvað. Hvað um nágrannana? Þeir keyptu ekki eða leigðu íbúð vitandi það að íbúðin fyrir neðan yrði nýtt sem hótel, með tilheyrandi fyrirferð, mögulegu ónæði og ófyrirsjáanleika.“Ásta Guðrún Helgadóttir hefur verið að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis undanfarnar vikur.mynd/ástaGræða meira á leigu til ferðamanna Leigusali á Airbnb gæti, sé hann mjög virkur, haft um hálfa milljón króna upp úr krafsinu með leigu. Fæstir eru tilbúnir að greiða slíka leigu. Því er meiri gróði fólginn í því að leigja íbúðir út á Airbnb en að setja eignina í langtímaleigu. „Þetta getur haft í för með sér að leiguverð rís og framboð á leiguhúsnæði til langtímaleigu minnkar. Húsnæðisverð hækkar, því fjárfestar sjá sér hag í því að taka þátt í þessari bólu.“ Ásta Guðrún minir á að íbúa þurfi til að búa til menningu. Haldi þessi þróun áfram, íbúðir í miðbænum verða skipaðar ferðamönnum og verslunarrými nýtt undir lundabúðir og alþjóðlegar keðjur þá sé upp komin menningarkrísa. „Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr „Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera „Top ten destinations to avoid because it’s crowded with tourists.“Barcelona hefur hert reglur gagnvart AirBnb.Vísir/AFPBarcelona með góða lausn Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp á síðasta þingi er átti að gera fólki auðveldara fyrir að leigja út húsnæði sitt innan vissra marka. Væri leigan hugsuð í skemmri tíma en átta vikur á ári þyrfti ekki að sækja um öll tilskilin leyfi. Frumvarpið fór ekki í gegn á afstöðnu þingi. Ásta Guðrún bendir á Barcelona sem dæmi um borg sem hafi lent í vanda vegna Airbnb en fundið ágæta lausn. Niðurstaðan varð að bannað væri að leigja út heilu íbúðirnar án leyfa. „Þar er leyfilegt að leigja út herbergi til ferðamanna til skamms tíma en með því skilyrði að eigandi íbúðarinnar sé heima á sama tíma og að auki má hann bara leigja út herbergið ákveðið lengi á hverju ári og þetta má ekki vera aðal tekjulind eigandans.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif aukin íbúðaleiga til ferðamanna hafi á samfélagið okkar. Hún telur að setja þurfi þrengri skorður. Markaðurinn sé mannanna verk og meðvitaðar ákvarðanir þurfi að taka um hvernig Íslendingar vilji að hann virki svo hann endi ekki með hruni. Ásta Guðrún segir í pistli á vefsíðu Kvennablaðsins að íhuga ætti hvort setja ætti sérstakar reglur um heimagistingu með hugmyndafræði deilihagkerfisins að leiðarljósi. Gera þurfi greinarmun á því að deila hlutum sín á milli og að leigja á kapetalískum forsendum. Með orðinu deilihagkerfi er átt við að nýta betur það sem þegar er til staðar. „Svona eins og að bjóða einum gesti í viðbót í jólamatinn þegar nóg er til eða að leigja vini bílinn sinn á meðan maður er í útlöndum.“Alls eru um 1100 íbúðir og herbergi til leigu í Reykjavík á AirBnb.vísir/vilhelmAirBnb og Uber Um 1100 íbúðir og herbergi bjóðast ferðamönnum til leigu í Reykjavík í gegnum vefsíðuna Airbnb. Stór hluti íbúðanna er leigður út án tilskilinna leyfa. Ásta Guðrún bendir á að hugmyndin um Airbnb sé sú að „venjulegt fólk geti haft smá aukapening upp úr því að leigja út frá sér þegar aðstæður leyfa.“ Deilihagkerfið hefur verið notað um Airbnb sem og leigubílaþjónustuna Uber. „Ef maður hinsvegar er alltaf að bjóða fólki í mat og rukkar fyrir eða leigir út bílinn fimm daga vikunnar, er það þá ennþá deilihagkerfi? Eða er það þá bara venjulegur kapítalismi?“ Hún minnir á þá galla sem fylgi Airbnb. Miklu munar hvort um sé að ræða einn gest á þriggja mánaða tímabili eða þrjá gesti á viku. „Gestagangur getur valdið ónæði. Ferðatöskur á hjólum, möguleg partí eða rifrildi og maður veit ekki hvað. Hvað um nágrannana? Þeir keyptu ekki eða leigðu íbúð vitandi það að íbúðin fyrir neðan yrði nýtt sem hótel, með tilheyrandi fyrirferð, mögulegu ónæði og ófyrirsjáanleika.“Ásta Guðrún Helgadóttir hefur verið að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis undanfarnar vikur.mynd/ástaGræða meira á leigu til ferðamanna Leigusali á Airbnb gæti, sé hann mjög virkur, haft um hálfa milljón króna upp úr krafsinu með leigu. Fæstir eru tilbúnir að greiða slíka leigu. Því er meiri gróði fólginn í því að leigja íbúðir út á Airbnb en að setja eignina í langtímaleigu. „Þetta getur haft í för með sér að leiguverð rís og framboð á leiguhúsnæði til langtímaleigu minnkar. Húsnæðisverð hækkar, því fjárfestar sjá sér hag í því að taka þátt í þessari bólu.“ Ásta Guðrún minir á að íbúa þurfi til að búa til menningu. Haldi þessi þróun áfram, íbúðir í miðbænum verða skipaðar ferðamönnum og verslunarrými nýtt undir lundabúðir og alþjóðlegar keðjur þá sé upp komin menningarkrísa. „Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr „Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera „Top ten destinations to avoid because it’s crowded with tourists.“Barcelona hefur hert reglur gagnvart AirBnb.Vísir/AFPBarcelona með góða lausn Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp á síðasta þingi er átti að gera fólki auðveldara fyrir að leigja út húsnæði sitt innan vissra marka. Væri leigan hugsuð í skemmri tíma en átta vikur á ári þyrfti ekki að sækja um öll tilskilin leyfi. Frumvarpið fór ekki í gegn á afstöðnu þingi. Ásta Guðrún bendir á Barcelona sem dæmi um borg sem hafi lent í vanda vegna Airbnb en fundið ágæta lausn. Niðurstaðan varð að bannað væri að leigja út heilu íbúðirnar án leyfa. „Þar er leyfilegt að leigja út herbergi til ferðamanna til skamms tíma en með því skilyrði að eigandi íbúðarinnar sé heima á sama tíma og að auki má hann bara leigja út herbergið ákveðið lengi á hverju ári og þetta má ekki vera aðal tekjulind eigandans.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52
Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30