Fótbolti

Skotárás á liðsrútu Hertha Berlin um helgina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
MArvin Plattenhardt, leikmaður Hertha Berlin, í æfingarleik á dögunum.
MArvin Plattenhardt, leikmaður Hertha Berlin, í æfingarleik á dögunum. Vísir/Getty
Forseti Hertha Berlin, þýska félagsins, staðfesti að aðili hefði dregið fram byssu og skotið liðsrútu liðsins í aðdraganda leik liðsins gegn Arminia Bielefeld um helgina. Engan sakaði af árásinni en leikmenn liðsins voru ekki í rútunni þegar skotið var.

Michael Preetz, forseti liðsins, greindi frá því að einstaklingur á mótorhjóli hefði ógnað bílstjóra rútunnar með handabragði fyrst áður en hann dróg upp skammbyssu og skaut í átt að rútunni. Rútubílstjórinn sem var einsamall í rútunni slapp ómeiddur en hann var á leiðinni að sækja leikmenn liðsins.

Mynd af rútu liðsins má sjá hér fyrir neðan en greinilegt þótti að einstaklingurinn væri að reyna að skjóta í átt að ökumanni rútunnar. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem gerð er skotárás að rútu liðs en frægt er þegar skotárás var gerð á liðsrútu landsliðs Tógó í Afríkukeppninni í Angóla árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×