Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra ingvar haraldsson skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Ásbjörn RE í Reykjavíkurhöfn. HB Grandi hyggst leggjast í endurnýjun skipaflotans fyrir 14 milljarða króna með fimm nýjum skipum. vísir/gva Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins. Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49
Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23